Facebook
Twitter
LinkedIn
Pinterest
Email

Reynslusaga frá foreldrum 38 ára manns. 

Við vorum þrjú sem tókum þátt í félagsfærninámskeiðinu Peers félagsfærni, foreldrar og sonur. Þetta var einkanámskeið sem Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir stýrði og fór fram vikulega á Teams, klukkutíma í senn og í sextán skipti alls. Í stuttu máli var námskeiðið frábært. Það var innihaldsríkt og hnitmiðað og kom beint að kjarna máls. Guðrún var einstaklega fær að skapa traust og tengja við okkur öll, þrjá mismunandi einstaklinga. Þetta gerði hún á hlýjan og nærfærinn hátt og með húmor. Námskeiðið fór strax að bera ávöxt í bættum samskiptum og skilaði til okkar aðferðum sem við ætlum að ástunda og viðhalda því æfingin skapar meistarann.