Lesblinda

Námskeið í fjarþjónustu

Iðjuþjálfun vegna lesblindu eru einkatímar fyrir þann lesblinda og foreldra. Foreldrar fá ráðgjöf og leiðbeiningar til að halda áfram að þjálfa barnið/unglinginn/ungmenni sitt  eftir að námskeiði lýkur.

Námskeiðin eru einu sinni í viku í 12 vikur, eftir það eru hóptímar í boði einu sinni í viku.

Unnið er með leir og byggist námskeiðið á sérstakri þjálfun sem miðar að því að þekkja og ná stjórn á skynvillu. Í lestri er æfð ný tækni sem kemur í veg fyrir að stafir í miðju orðs hoppi upp eða að stafir víxlist.

Einnig er þjálfun í að nota myndræna hugsun, sem oftast er styrkleiki lesblinda einstaklingsins, til að muna og skilja innihald textans.

Um lesblindu

Lesblinda (Dyslexía) er skert hæfni til að lesa, skrifað eða prentað mál, þó að sjón og greind séu óskert. 

Í daglegu tali er talað um lesblindu en ýmis önnur orð eru einnig við notuð um röskunina. Alþjóðaheiti fyrir lesblindu er dyslexía, sem er komið úr grísku þar sem forskeytið „dys“ þýðir erfiðleikar og „lexía“ þýðir orð. 

Lesblinda er röskun á hæfni við að lesa úr táknum ritmáls – að breyta bókstöfum í hljóð. Hún lýsir sér í erfiðleikum við að ná sjálfvirkni við lestrarskilning og í slakri ritunargetu. Hún getur verið ættgeng. Rannsóknir hafa sýnt að röskunin fylgir fólki ævilangt, en þó að hún hverfi ekki með aldrinum getur lestrarhæfileiki batnað með tímanum. 

Börn hafa snemma ríka tjáningarþörf og þeim virðist meðfætt að læra að tala og hlusta. Það á ekki við um lestur. Hann kemur ekki „af sjálfu sér“ heldur verður numinn. Tal er ólíkt prentuðu máli og ekki er beint samband á milli hljóðs í tali og þeirra tákna sem notuð eru við ritun í stafrófsskrift. Lesandi þarf þannig að læra að hlusta með augunum og fyrir suma reynist það erfitt. Flestir lesblindir hafa veika hljóðkerfisvitund, sjá stafi eða heil orð stundum á línunni fyrir ofan eða neðan. Þá geta orð virst vera á röngum stað á línunni, eða stafir og tölur hreyfst, minnkað eða stækkað. Þeir eiga það einnig til að sleppa úr orði, hunsa hástafi, greinarmerki og víxla táknum. Það getur skilað sér í rithömlun eða skrifblindu. 

Það eru því miklar líkur á að nemendur sem glíma við slíka erfiðleika geti átt erfitt uppdráttar í hefðbundnu námi sem byggir á bók – lestri og skrift. 

Rannsóknir hafa sýnt að um 10–20 prósent einstaklinga eiga í erfiðleikum með lestur og að stór hluti þeirra er lesblindur. Lesblinda er þó enn verulega vangreind og margir á vinnumarkaði hafa ekki fengið rétta greiningu.  (Heimild lesblindir.is)

Lesblindir snillingar

Lesblindir snillingarAthuganir hafa sýnt að lesblindir geta oft náð miklum árangri í viðskiptalífi. Í einni slíkri rannsókn frá árinu 2007 kom fram að yfir 30 prósent frumkvöðla í Bandaríkjunum telja sig vera lesblinda á meðan lesblindir eru taldir vera um 10-20 prósent þjóðarinnar. 

Margir þekktir lesblindir einstaklingar hafa á undanförnum árum stigið fram og fjallað um þá styrkleika sem þeir njóta vegna lesblindunnar og má þar nefna leikstjórann Steven Spielberg og athafnamanninn Richard Branson. Báðir áttu þeir í erfiðleikum í skóla, en lærðu aðferðir til þess að takast á við veikleika sína. Þeir telja að styrkleikar í samskiptahæfni, frjórri hugsun og ríku ímyndunarafli sem og geta þeirra til að fá aðra til liðs við sig, séu grundvöllur þeirra velgengni. 

Margir fremstu rithöfundar heims áttu eða eiga við lesblindu að stríða. Sköpunargáfa og öflugt ímyndunarafl getur verið einn af grunnþáttum lesblindunnar. Þannig þykir Hans C. Andersen ágætt dæmi um hvernig lesblinda getur verið styrkur fremur en hindrun þegar kemur að ritstörfum. Sama máli gegnir um einn mesta glæpasagnahöfund heims, Agatha Christie, sem var lesblind. Sama gildir um J. K. Rowling sem er höfundur metsölubókanna um Harry Potter og félaga. 

Fjölmargir af frumkvöðlum og uppfinningamönnum tuttugustu aldarinnar voru lesblindir. Aðrir voru ekki endilega heilinn á bak við uppfinningar, heldur fremur stuðluðu að því að uppfinningarnar slógu í gegn. 

Hér eru nokkrir lesblindir snillingar: 

Uppfinningamaðurinn Thomas Alva Edison faðir ljósaperunnar, plötuspilarans og hundruða annarra uppfinninga sem gert hafa hann að einum mest uppfinningamanni sögunnar. 

Uppfinningamaðurinn Alexander Graham
Bell  fann meðal annars upp símann. 

Athafnamaðurinn Henry Ford þróaði fjöldaframleiðslu bíla og auðgaðist vel af því. 

Athafnamaðurinn Bill Gates er ótvírætt talinn frumkvöðull í tölvutækni og það hefur gert hann að einum ríkasta manni veraldar — þrátt fyrir lesblindu. 

Verkfræðingurinn William Hewlett, stofnaði Hewlett Packard tölvurisann var lesblindur. 

Steve Jobs stofnandi Apple tölvufyrirtækisins, var lesblindur. Hann stóð einnig að teiknimyndarisanum Pixar, sem kom teiknimyndum aftur á kortið með Toy Story, Bug´s Life og Finding Nemo. 

Vísindamaðurinn Albert Einstein var óumdeilanlega mikill frumkvöðull á sínu sviði þrátt fyrir lesblindu. Hann er oft notaður sem tákn um ofurgreinda einstaklinga. 

Vísindamaðurinn Isaac Newton talinn til áhrifamestu frumkvöðla sögunnar. Hann er þekktastur fyrir að sýna fram á aðdráttarafl jarðar. 

Athafnaskáldið og listamaðurinn Leonardo da Vinci var ekki aðeins einn mesti listamaður sögunnar, heldur einnig mikill verkfræðingur og hugsuður. Hann var lesblindur. 

Wright bræður, Wilbur og Orville, sem fyrstir flugu flugvél voru lesblindir. 

Athafnaskáldið Charles Lindbergh sem fyrstur flaug yfir Atlantshafið, meðal annars með viðkomu á Íslandi, var lesblindur. 

Klæðalausi kokkurinn, Jamie Oliver, sem hefur einstaka hæfni í matseld, er ekki smeykur við að viðurkenn lesblindu.
Athafnamaðurinn Ted Turner stofnandi bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN og meðal efnaðri manna er einnig lesblindur. 

Leikarinn Tom Cruise er gott dæmi um lesblindan einstakling sem hefur náð mjög langt í leiklist, en það er einmitt fag sem margir lesblindir hafa leita í, þrátt fyrir kröfur um að lesa mikið í því starfi. Aðrir frægir leikarar eru til dæmis þeir Anthony Hopkins og Will Smith

Pablo Picasso, einn framsæknasti og áhrifamesti myndlistamaður 20. aldar var lesblindur. Annar listamaður, Bítillinn John Lennon var einnig lesblindur. Segja má að lag hans „Imagine“ gæti verið einkennislag lesblindra því auðugt ímyndunarafl og sterk framtíðarsýn er eitt megineinkenni allra sem hér hafa verið taldir upp. 

Af lesblindum einstaklingum á Íslandi má nefna Róbert Wessman stofnanda og forstjóra lyfjafyrirtækisins Alvotech sem varð forstjóri yfir stóru fyrirtæki aðeins 29 ára gamall þrátt fyrir erfiðan námsferill vegna lesblindu. Fyrrum forsetafrú Dorrit Moussaieff, kvikmyndagerðarmennina Hrafn Gunnlaugsson og Friðrik Þór Friðriksson. Þrátt fyrir að listamaðurinn Bubbi Morthens sé skrifblindur er óhætt að telja hann einn mikilvirkasta og fremsta tónlistarmann þjóðarinnar. Listmálarinn Daði Guðbjörnsson sem er lesblindur hefur nýtt myndræna hæfileika sína á frábæran hátt. (Heimild lesblindir.is)

Ósk um þjónustu

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir - Iðjuþjálfi

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir

IÐJUÞJÁLFI

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir iðjuþjálfi hefur víðtæka þekkingu og reynslu að vinna með börnum og unglingum. Guðrún Jóhanna hefur starfa sem iðjuþjálfi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá því 2012 og til dagsins í dag. Guðrún hefur unnið með lesblindum einstaklingum til margra ára, verið með yfir 60 PEERS námskeið í félagsfærni
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er iðjuþjálfi, leiðbeinandi með PEERS félagsfærni námskeið og Davis-lesblinduráðgjafi. Hún er með réttindi sem leiðbeinandi í PEERS félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk, Skóla – PEERS einnig er hún með réttindi til að halda Telehealth PEERS námskeið í félagsfærni í fjarkennslu.

Árið 2004 stofnaði hún fyrirtækið Lesblinda ehf sem hefur starfað óslitið síðan. Guðrún Jóhanna útskrifaðist með BS í iðjuþjálfun árið 2012. Hún starfaði hjá Æfingastöð SLF og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þar sem hún er enn við störf. Á BUGL er Guðrún verkefnastjóri iðjuþjálfa. Veturinn 2012 – 2014 skipulagði Guðrún Jóhanna og stýrði námskeiðinu „ég dansa það af mér“ en það er ætlað unglingum sem búa við erfiðar aðstæður.

Árið 2017 var Lesblindu ehf breytt í Félagsfærni – Lesblinda ehf þegar Guðrún fór af stað með PEERS námskeið í félagsfærni.

Árið 2020 fór Guðrún af stað með PEERS námskeið í fjarkennslu, einnig hannað Guðrún spil sem eru hugsuð til að minna börn og unglinga á liðsanda reglur.

Árið 2021 var nafni fyrirtækisins breytt í Lífsbrunnur ehf, þegar Guðrún fór af stað með iðjuþjálfun, félagsfærni námskeið og lesblindu námskeið á stofu og í fjarkennslu.

Lífsbrunnur ehf bíður upp á fjölbreytta þjónust allt eftir þörfum notanda, PEERS félagsfærni námskeið, námskeið fyrir lesblinda, ráðgjöf, fræðsla, samtöl, skynúrvinnslumat og ráðgjöf, mat á færni til að takast á við athafnir daglegs lífs, dagleg rútína, skipulag, áhugmál, vinir, fjölskylda, vinnu og skóla.

Markmið Lífsbrunns er að einstaklingur aukið lífsgæði sín og geti tekið þátt í samfélaginu út frá eigin forsendum.

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er með staðfestingu frá Embætti landlæknis til að starfa sjálfstætt sem iðjuþjálfi og til að veita fjarheilbrigðisþjónustu.