
Fjarheilbrigðisþjónusta í iðjuþjálfun
Iðjuþjálfar meta þá færni sem þarf til að takast á við athafnir daglegs lífs, daglega rútínu eða áhugmál ýmist með viðtölum, matslistum eða áhorfi. Iðjuþjálfar gera einnig skynúrvinnslumat og veita ráðgjöf um tillögur um aðlögun umhverfis bæði fyrir barn/ungling/ungmenni foreldra og skóla og einnig fullorðna, þar sem horft er til þeirra áreita í umhverfi sem geta haft áhrif á daglegt líf.
Að lesa er iðja auk þess sem lestrarkunnátta er oft partur af margskonar iðju. Guðrún býður upp á námskeið fyrir lesblinda einstaklinga.
Að hitta vini og eiga góð samskipti er partur af fjölbreyttri iðju og þátttöku. Guðrún bíður m.a. uppá fjarkennslunámskeið í PEERS félagsfærni.

Stofu- og vettvangsþjónusta
Í iðjuþjálfun felst sérþekking á daglegri iðju mannsins. Þá er átt við allt það sem fólk innir af hendi í daglegu lífi í þeim tilgangi að annast sig og sína, vinna ýmis störf er nýtast samfélaginu og njóta þess sem lífið hefur að bjóða. Sem dæmi um iðju má nefna það að klæða sig og snyrta, útbúa mat, aka bíl, afgreiða í verslun, skrifa ritgerð, fara á skíði eða mála mynd. Þótt þessi viðfangsefni virðist sjálfsögð og einföld fyrir flesta, þá geta þau verið erfið og jafnvel óyfirstíganleg fyrir fólk af fjölmörgum ástæðum og áskoranir verið jafnt líkamlegar sem andlegar. Sem dæmi ef viðkomandi er með ódæmigerðan þroska, glímir við sjúkdóm (andlegan/líkamlegan), er komið á efri ár eða hefur upplifað áföll af einhverju tagi svo eitthvað sé nefnt.
Iðjuþjálfar meta þá færni sem þarf til að takast á við athafnir daglegs lífs, daglega rútínu eða áhugmál ýmist með viðtölum, matslistum eða áhorfi.
Þegar erfiðleikar koma upp sem hafa áhrif á daglega iðju fólks, kemur sérþekking iðjuþjálfa að gagni og stuðlar að aukinni færni þannig að viðkomandi eykur sjáflstæði sitt, þátttöku og lífsfyllingu. Til þess að efla færni fólks nýta iðjuþjálfar fræðslu, þjálfun og ráðgjöf varðandi það sem viðkomandi vill geta gert og/eða þarf að geta gert. (Heimild ii.is)
“Grounding” (skynörvunar slökun). Í grounding er leitast við að gera skjólstæðinga meðvitaða um ástand hugar og líkama og minnka kvíða og streitu. Einnig er leitast við að bæta jarðtengingu og líkamsvitund með því að áreita hreyfi- og stöðuskynið sem er undirstaða líkamsvitundar með sensory-boltum (ballstick boltar) sem rúllað er yfir vöðva og liðamót. Stuðst er við hugmyndafræði bandaríska iðjuþjálfans Dr. Jean Ayres um samspil skynsviða (e. Sensory Intergration) auk þess sem hugmyndafræði núvitundar er nýtt samhliða.
Að lesa er iðja auk þess sem lestrarkunnátta er oft partur af margskonar iðju og því bíður Guðrún upp á námskeið fyrir lesblinda einstaklinga.
Að hitta vini og eiga góð samskipti er partur af fjölbreyttri iðju og þátttöku. Guðrún bíður m.a. uppá fjarkennslunámskeið í PEERS félagsfærni.
Dæmi um störf iðjuþjálfa í grunnskólum




Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir
IÐJUÞJÁLFI
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir iðjuþjálfi hefur víðtæka þekkingu og reynslu að vinna með börnum og unglingum. Guðrún Jóhanna hefur starfa sem iðjuþjálfi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá því 2012 og til dagsins í dag. Guðrún hefur unnið með lesblindum einstaklingum til margra ára, verið með yfir 60 PEERS námskeið í félagsfærni
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er iðjuþjálfi, leiðbeinandi með PEERS félagsfærni námskeið og Davis-lesblinduráðgjafi. Hún er með réttindi sem leiðbeinandi í PEERS félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk, Skóla – PEERS einnig er hún með réttindi til að halda Telehealth PEERS námskeið í félagsfærni í fjarkennslu.
Árið 2004 stofnaði hún fyrirtækið Lesblinda ehf sem hefur starfað óslitið síðan. Guðrún Jóhanna útskrifaðist með BS í iðjuþjálfun árið 2012. Hún starfaði hjá Æfingastöð SLF og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þar sem hún er enn við störf. Á BUGL er Guðrún verkefnastjóri iðjuþjálfa. Veturinn 2012 – 2014 skipulagði Guðrún Jóhanna og stýrði námskeiðinu „ég dansa það af mér“ en það er ætlað unglingum sem búa við erfiðar aðstæður.
Árið 2017 var Lesblindu ehf breytt í Félagsfærni – Lesblinda ehf þegar Guðrún fór af stað með PEERS námskeið í félagsfærni.
Árið 2020 fór Guðrún af stað með PEERS námskeið í fjarkennslu, einnig hannað Guðrún spil sem eru hugsuð til að minna börn og unglinga á liðsanda reglur.
Árið 2021 var nafni fyrirtækisins breytt í Lífsbrunnur ehf, þegar Guðrún fór af stað með iðjuþjálfun, félagsfærni námskeið og lesblindu námskeið á stofu og í fjarkennslu.
Lífsbrunnur ehf bíður upp á fjölbreytta þjónust allt eftir þörfum notanda, PEERS félagsfærni námskeið, námskeið fyrir lesblinda, ráðgjöf, fræðsla, samtöl, skynúrvinnslumat og ráðgjöf, mat á færni til að takast á við athafnir daglegs lífs, dagleg rútína, skipulag, áhugmál, vinir, fjölskylda, vinnu og skóla.
Markmið Lífsbrunns er að einstaklingur aukið lífsgæði sín og geti tekið þátt í samfélaginu út frá eigin forsendum.
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er með staðfestingu frá Embætti landlæknis til að starfa sjálfstætt sem iðjuþjálfi og til að veita fjarheilbrigðisþjónustu.
Ósk um þjónustu


Rósa Gunnsteinsdóttir
Iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur
Rósa Gunnsteinsdóttir er iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu af vinnu með börnum, fullorðnum og fjölskyldum.
Rósa hóf störf 2009 sem iðjuþjálfi í Síðuskóla á Akureyri eftir að hafa lokið iðjuþjálfanámi við Háskólann á Akureyri. Árið 2010 hóf Rósa starf á geðdeild Landspítalans, fyrst á Barna- og unglingageðdeild til loka árs 2016 en þá hóf hún störf á geðendurhæfingardeild Kleppi og er þar starfandi í dag.
Hún hefur meðal annars unnið í FMB-teymi LSH og Fyrirburaeftirlits-teymi LSH en er í dag í átröskunarteymi LSH.
Á árunum 2013 – 2022 kom Rósa að aðstandenda námskeiðum fyrir börn og unglinga hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, ýmist sem leiðbeinandi eða í afleysingu.
Rósa útskrifaðist sem fjölskyldufræðingur 2016 og lauk MA í fjölskyldumeðferð 2021. Hún fékk staðfestingu frá Embætti Landlæknis til að starfa sjálfstætt 2017 og hefur frá þeim tíma unnið sem verktaki á Domus Mentis Geðheilsustöð sem fjölskyldufræðingur og iðjuþjálfi.
Árið 2018 fékk Rósa réttindi til að halda PEERS® námskeið í félagsfærni og hefur reglulega haldið PEERS námskeið fyrir 18 ára og eldri á LSH auk þess að leysa af á PEERS námskeiðum fyrir börn og unglinga.