Fjarheilbrigðisþjónusta í iðjuþjálfun

Iðjuþjálfar meta þá færni sem þarf til að takast á við athafnir daglegs lífs, daglega rútínu eða áhugmál ýmist með viðtölum, matslistum eða áhorfi. Iðjuþjálfar gera einnig skynúrvinnslumat og veita ráðgjöf um tillögur um aðlögun umhverfis bæði fyrir barn/ungling/ungmenni foreldra og skóla og einnig fullorðna, þar sem horft er til þeirra áreita í umhverfi sem geta haft áhrif á daglegt líf, jafnt barna sem fullorðinna.

Að lesa er iðja auk þess sem lestrarkunnátta er oft partur af margskonar iðju og því bíður Guðrún upp á námskeið fyrir lesblinda einstaklinga.

Að hitta vini og eiga góð samskipti er partur af fjölbreyttri iðju og þátttöku. Guðrún bíður m.a. uppá fjarkennslunámskeið í PEERS félagsfærni.

Stofu- og vettvangsþjónusta

Hvað er iðjuþjálfun

Í iðjuþjálfun felst sérþekking á daglegri iðju mannsins. Þá er átt við allt það sem fólk innir af hendi í daglegu lífi í þeim tilgangi að annast sig og sína, vinna ýmis störf er nýtast samfélaginu og njóta þess sem lífið hefur að bjóða. Sem dæmi um iðju má nefna það að klæða sig og snyrta, útbúa mat, aka bíl, afgreiða í verslun, skrifa ritgerð, fara á skíði eða mála mynd. Þótt þessi viðfangsefni virðist sjálfsögð og einföld fyrir flesta, þá geta þau verið erfið og jafnvel óyfirstíganleg fyrir fólk af fjölmörgum ástæðum og áskoranir verið jafnt líkamlegar sem andlegar. Sem dæmi ef viðkomandi er með ódæmigerðan þroska, glímir við sjúkdóm (andlegan/líkamlegan), er komið á efri ár eða hefur upplifað áföll af einhverju tagi svo eitthvað sé nefnt. 

Iðjuþjálfar meta þá færni sem þarf til að takast á við athafnir daglegs lífs, daglega rútínu eða áhugmál ýmist með viðtölum, matslistum eða áhorfi.

Þegar erfiðleikar koma upp sem hafa áhrif á daglega iðju fólks, kemur sérþekking iðjuþjálfa að gagni og stuðlar að aukinni færni þannig að viðkomandi eykur sjáflstæði sitt, þátttöku og lífsfyllingu. Til þess að efla færni fólks nýta iðjuþjálfar fræðslu, þjálfun og ráðgjöf varðandi það sem viðkomandi vill geta gert og/eða þarf að geta gert. (Heimild ii.is)

“Grounding” (skynörvunar slökun).  Í grounding er leitast við að gera skjólstæðinga meðvitaða um ástand hugar og líkama og minnka kvíða og streitu. Einnig er leitast við að bæta jarðtengingu og líkamsvitund með því að áreita  hreyfi- og stöðuskynið sem er undirstaða líkamsvitundar með sensory-boltum (ballstick boltar) sem rúllað er yfir vöðva og liðamót. Stuðst er við hugmyndafræði bandaríska iðjuþjálfans Dr. Jean Ayres um samspil skynsviða (e. Sensory Intergration) auk þess sem hugmyndafræði núvitundar er nýtt samhliða.

Að lesa er iðja auk þess sem lestrarkunnátta er oft partur af margskonar iðju og því bíður Guðrún upp á námskeið fyrir lesblinda einstaklinga.

Að hitta vini og eiga góð samskipti er partur af fjölbreyttri iðju og þátttöku. Guðrún bíður m.a. uppá fjarkennslunámskeið í PEERS félagsfærni.

Dæmi um störf iðjuþjálfa í grunnskólum

Starf iðjuþjálfa í skólum
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir - Iðjuþjálfi

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir

IÐJUÞJÁLFI

Ósk um þjónustu

Rósa Gunnsteinsdóttir - Iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur

Rósa Gunnsteinsdóttir

Iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur

Ósk um þjónustu