Fjölskyldumeðferð

Fjölskyldumeðferð er fjölbreytt úrræði sem veitir gagnreynda meðferð (evidence based practice) þar sem lögð er áhersla á að bæta samskipti og tengsl við aðra, þar sem tekið er mið af áhrifamætti fjölskylduheildarinnar og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Felur það meðal annars í sér einstaklings-, fjölskyldu- og hjóna/parameðferð þar sem metið er hverju sinni í samráði við þann sem leitar eftir meðferð hvenær og hvort aðrir fjölskyldumeðlimir eða ættingjar taki beinan þátt í meðferðinni.
Einstaklingur getur því byrjað meðferð en óskað síðar eftir þátttöku (stjúp/fóstur) foreldra, systkina, ömmu/afa og svo framvegis.

Góð tengsl hafa forvarnargildi varðandi félagslega, líkamlega og andlega líðan. Samskipti innan fjölskyldna skipta oft miklu máli þegar fólk lendir í áföllum eða veikindum og nefnir fólk fjölskylduna oft sem mikilvægasta stuðninginn í lífinu. En óhjálpleg samskipti/samskiptamynstur, hefðir eða venjur sem erfitt er að brjóta upp geta skapast þegar tekist er á við t.d. skilnað, sorgarferli, ágreining, kynlífsvandamál, líkamleg og andleg veikindi og ýmiskonar áföll.
Meðferðin miðar að því að aðstoða fólk við að finna árangursríkar leiðir til að leysa vanda og bæta líðan fjölskyldunnar í heild

Fjölskyldumeðferð

Ósk um þjónustu

Rósa Gunnsteinsdóttir - Iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur

Rósa Gunnsteinsdóttir

Iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur