
Fjölskyldumeðferð
Fjölskyldumeðferð er fjölbreytt úrræði sem veitir gagnreynda meðferð (evidence based practice) þar sem lögð er áhersla á að bæta samskipti og tengsl við aðra, þar sem tekið er mið af áhrifamætti fjölskylduheildarinnar og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Felur það meðal annars í sér einstaklings-, fjölskyldu- og hjóna/parameðferð þar sem metið er hverju sinni í samráði við þann sem leitar eftir meðferð hvenær og hvort aðrir fjölskyldumeðlimir eða ættingjar taki beinan þátt í meðferðinni.
Einstaklingur getur því byrjað meðferð en óskað síðar eftir þátttöku (stjúp/fóstur) foreldra, systkina, ömmu/afa og svo framvegis.
Góð tengsl hafa forvarnargildi varðandi félagslega, líkamlega og andlega líðan. Samskipti innan fjölskyldna skipta oft miklu máli þegar fólk lendir í áföllum eða veikindum og nefnir fólk fjölskylduna oft sem mikilvægasta stuðninginn í lífinu. En óhjálpleg samskipti/samskiptamynstur, hefðir eða venjur sem erfitt er að brjóta upp geta skapast þegar tekist er á við t.d. skilnað, sorgarferli, ágreining, kynlífsvandamál, líkamleg og andleg veikindi og ýmiskonar áföll.
Meðferðin miðar að því að aðstoða fólk við að finna árangursríkar leiðir til að leysa vanda og bæta líðan fjölskyldunnar í heild

Ósk um þjónustu

Rósa Gunnsteinsdóttir
Iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur
Rósa sinnir iðjuþjálfun og fjölskyldumeðferð sem miðar að því að bæta samskipti og andlega líðan auk þess sem unnið er að því að efla virkni og þátttöku barna og unglinga, jafnt sem fullorðna, í skóla/vinnu/félagslífi.
Rósa veitir almenna para- og fjölskyldumeðferð þegar fjölskylda þarf tímabundna aðstoð við að styrkja samskipti og tengslin m.a. vegna krefjandi heimilis og/eða félagslegra aðstæðna, skilnaðar, andlegra/líkamlegra veikinda, samskiptavanda eða tímabundins tengslarofs milli einstaklinga.
Þjálfun/viðtöl í nærumhverfi
Tekur að sér þjálfun og viðtöl í nærumhverfi og samfélaginu, hvar svo sem þess er óskað að viðtöl/þjálfun fari fram t.d. á heimili, skóla, vinnustað, búð, veitingastað o.s.fv..
Menntun
Vinnur að meistaragráðu í Fjölskyldumeðferð við HÍ
Fjölskyldufræðingur frá EHÍ 2016
Iðjuþjálfi BSc frá Háskóla Akureyrar 2009
Réttindi til að halda PEERS® félagsfærninámskeið 2018
Staðfesting frá Embætti Landlæknis til að starfa sjálfstætt 2017
Legg einnig áherslu á reglulega endurmenntun og handleiðslu og sæki því reglulega námskeið, málþing og ráðstefnur sem tengjast iðjuþjálfun, fjölskyldumeðferð og geðheilsu fullorðinna sem og barna og unglinga, hér á landi sem og erlendis.
Störf
2017 - Iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur á Geðendurhæfingardeild og Átröskunarteymi Landspítala Kleppi (einnig verið í FMB teymi LSH og Fyrirburaeftirlitsteymi LSH).
2016 - Sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur hjá Domus Mentis Geðheilsustöð.
2010 – 2017 iðjuþjálfi á legu- og göngudeild BUGL og sem fjölskyldufræðingur 2016 – 2017.
2013 – 2020 Komið að aðstandenda námskeiðum fyrir börn og unglinga hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, ýmist sem leiðbeinandi eða í afleysingu.
2009 -2010 Iðjuþjálfi í Síðuskóla á Akureyri (grunnskóli 1.-10.bekkur).